
Bandaríski háskólinn í Louisiana fylki, LSU, tilkynnti á dögunum að Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving væri á leið í nám við skólann og myndi spila með Louisiana Tigers.
Markvörðurinn hefur verið í kringum A-landslið kvenna, var síðast valin í hópinn í mars á þessu og á að baki einn landsleik.
Hún var í samkeppni við Erin McLeod um markvarðarstöðuna hjá Stjörnunni á þessu tímabili en er nú farin til Bandaríkjanna í háskólanám.
Sian Hudson, þjálfari Tígrana, er ánægð að fá inn leikmann sem býr yfir reynslu úr meistaraflokksreynslu og reynslu úr landsliðsumhverfi.
Markvörðurinn hefur verið í kringum A-landslið kvenna, var síðast valin í hópinn í mars á þessu og á að baki einn landsleik.
Hún var í samkeppni við Erin McLeod um markvarðarstöðuna hjá Stjörnunni á þessu tímabili en er nú farin til Bandaríkjanna í háskólanám.
Sian Hudson, þjálfari Tígrana, er ánægð að fá inn leikmann sem býr yfir reynslu úr meistaraflokksreynslu og reynslu úr landsliðsumhverfi.
Ída Marín Hermannsdóttir heldur þá áfram sínu námi við LSU, hún er á leið í sitt þriðja ár, og er hún líka farin til Bandaríkjanna.
Fleiri leikmenn úr deildunum hér heima eru farnir eða eru að fara til Bandaríkjanna í háskólanám.
Athugasemdir