Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. janúar 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Xavi: Tilboðið frá Barcelona kom of snemma
Mynd: Getty Images
Xavi Hernandez segist hafa hafnað því að taka við liði Barcelona þar sem tilboðið hafi komið of snemma á þjálfaraferlinum.

Ernesto Valverde var rekinn frá Barcelona á mánudaginn og Quique Setien var ráðinn í hans stað. Hinn 39 ára gamli Xavi fékk tilboð um að taka við áður en Setien var ráðinn.

Xavi þjálfar í dag Al-Sadd í Katar og hann ákvað að halda áfram þar frekar en að taka við Barcelona.

„Ég fékk tilboð frá Barcelona frá Eric Abidal (yfirmanni íþróttamála) og Oscar Grau (framkvæmdastjóra) hér í Doha en ég samþykkti það ekki. Mér finnst of snemmt fyrir mig að þjálfa Barcelona. Það heldur hins vegar áfram að vera draumur minn að þjálfa Barca í framtíðinni," sagði Xavi á fréttamannafundi í Katar í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner