Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. nóvember 2018 17:32
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Drulluskítug markvarðaæfing
Icelandair
Hannes á æfingu dagsins.
Hannes á æfingu dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið verk framundan hjá hjá Sigga Dúllu þvottastjóra landsliðsins eftir æfinguna í Spa í Belgíu í dag.

Æfingavöllurinn var vel leiraður og fékk æfingaklæðnaður íslensku landsliðsmarkvarðana að finna fyrir því, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Hafliði Breiðfjörð tók í dag.

Þá festist drulla undir tökkum leikmanna.

Hannes Þór Halldórsson varði markið gegn Belgíu á fimmtudaginn. Mögulegt er að Rúnar Alex Rúnarsson fái vináttulandsleikinn gegn Katar en Ögmundur Kristinsson er númer þrjú í röðinni.

Þeir þrír æfðu með markvarðaþjálfara íslenska liðsins, hinum sænska Lars Eriksson sem Erik Hamren fékk með sér í verkefnið.

Eftir æfinguna löbbuðu Eriksson og Hamren saman á hótel landsliðsins á meðan hópurinn tók rútu. Svíarnir spjölluðu saman en göngutúrinn hefur tekið um 35 mínútur.
Athugasemdir
banner