Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. nóvember 2018 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U19 tapaði fyrir sterku liði Englands - Möguleikinn ekki úti
Ísak Óli skoraði fyrir Ísland.
Ísak Óli skoraði fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Emile Smith Rowe, leikmaður Arsenal.
Emile Smith Rowe, leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Íslenska U19 landsliðið mætti því enska undanriðli fyrir EM 2019 í dag. Riðillinn fer fram í Tyrklandi.

Strákarnir báru sigur úr býtum gegn Tyrklandi síðastliðinn miðvikudag en í dag var þrautin þyngri.

Í liði Englands má finna Emile Smith Rowe, leikmann sem hefur verið að fá tækifæri með aðalliði Arsenal, Callum Hudson-Odoi, leikmann Chelsea, og Morgan Gibbs-White, efnilegan leikmann Wolves.

England komst yfir á 13. mínútu þegar Steven Sessegnon, tvíburabróðir Ryan Sessegnon, skoraði.

Ísland gafst ekki upp og jafnaði Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Keflavíkur, metin 34. mínútu. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum sigldi England fram úr með tveimur mörkum frá Stephen Walker, leikmanni Middlesbrough. Ísland náði ekki að svara og lokatölur því 3-1 fyrir England.

England er með sex stig en Ísland er með þrjú stig. Tyrkland og Moldavía mætast síðar í dag en Ísland mætir Moldavíu í síðasta leik sínum á þriðjudaginn.

Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla.

Byrjunarlið Íslands:
Patrik S. Gunnarsson (m)
Ísak Ó. Ólafsson
Birkir Heimisson (f)
Þórir Helgason
Atli Barkarson
Sölvi Guðbjargarson
Ísak S. Þorvaldsson
Hjalti Sigurðsson
Ágúst Hlynsson
Andri L. Guðjohnsen
Bjarki S. Bjarkason



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner