Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. febrúar 2019 09:42
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán vill betri aðstöðu hjá KA - Stefna á gervigras
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, er í góðu spjalli í KA hlaðvarpinu í þessari viku en þar fer hann yfir víðan völl. Þar kallar Óli eftir því að aðstaðan hjá KA batni á næstu árum.

KA er með gervigrasvöll á félagssvæði sínu en engin stúka er þar. Liðið hefur spilað heimaleiki sína á Akureyrarvelli sem hefur ekki alltaf verið í góðu ásigkomulagi undanfarin tímabil. Í framtíðinni er draumur KA manna að spila heimaleiki sína í Pepsi-deildinni á gervigrasi á félagssvæði sínu.

Ef KA færir sig yfir á gervigras í framtíðinni gæti meira en helmingur liða í Pepsi-deildinni verið á gervigrasi í framtíðinni. Breiðablik og Víkingur R. fara yfir á gervigras í sumar og þá verður helmingur liða í deildinni í ár á gervigrasi.

„Mér finnst hollt þegar félög fara í vinnu, stefnumótunarvinnu. Ég átti frábæran fund með fólki úr KA þar sem við fórum inn í markmiðavinnu, fimm ára plan ef við getum sagt sem svo. Mér fannst það ótrúlega gefandi og frábær leið að taka kjarnann af KA fólki úr öllum áttum og fara í þessa vinnu, bara heiðarlega," sagði Óli Stefán í KA hlaðvarpinu.

„Nú er ég kominn með módel til að vinna eftir. Vonandi og ég efast ekki um, að við eigum öll eftir að róa saman í þessa átt. Og ef þetta gengur allt upp, eða flest, þá held ég að við séum í góðum málum þegar við horfum til framtíðar.”

„Fyrst og fremst eins og við töluðum um á þessum fundi, að til að geta stigið eitthvað áfram inn í framtíðina, þarf aðstaðan að lagast. Ég veit að menn tala mikið fyrir því innan félagsins. Það er það fyrsta sem þarf að gerast.”

„Ég veit að menn eru í fullri vinnu við að reyna að fá það í gang, en það liggur mikið á því. Ef þessi umgjörð fylgir ekki því sem við viljum vinna eftir, þá tökum við ekki skrefið áfram. Þá stöðnum við bara og jafnvel förum til baka. En við þurfum að miða okkur við þau bestu, Val og FH og fleiri, og til þess þá þarf aðstaðan að vera álíka og hún er mjög langt frá því eins og staðan er í dag.”

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner