Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. ágúst 2019 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Tekst Real Madrid að landa Eriksen? - Boateng hefði getað spilað fyrir Man Utd
Powerade
Christian Eriksen gæti yfirgefið Tottenham áður en spænski glugginn lokar
Christian Eriksen gæti yfirgefið Tottenham áður en spænski glugginn lokar
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo og Paul Pogba gætu verið á förum
Marcos Rojo og Paul Pogba gætu verið á förum
Mynd: Getty Images
Það er komið að helsta slúðrinu úr Evrópuboltanum þennan sunnudaginn en það er ýmislegt í pípunum hjá spænska félaginu Real Madrid.



Ítalska félagið Inter vonast til þess að fá Alexis Sanchez á láni frá Manchester United út timabilið en hann þarf að taka á sig verulega launalækkun og þá á Inter möguleika á að kaupa hann á meðan lánstímanum stendur. (Mail)

Sanchez er nú þegar búinn að hafna því að fara til Roma, þó svo Manchester United hafi boðist til að borga meirihlutann af launum hans. (Sunday Mirror)

Real Madrid er að undirbúa 60 milljón punda tilboð í danska sóknartengiliðinn Christian Eriksen, sem er á mála hjá Tottenham á Englandi, en spænski glugginn lokar 2. september næstkomandi. (Sun)

Engin tilboð hafa borist í Eriksen en Real Madrid er reiðubúið að bjóða honum 200 þúsund pund í vikulaun og yrði hann þá einn af launahæstu mönnum félagsins (Mirror)

Real Madrid ætlar þá að láta reyna á að fá Paul Pogba frá Manchester United en hann vill losna frá félaginu (Times)

Liverpool mun að öllum líkindum fá allan peninginn sem þýska félagið Bayern Munchen greiðir Barcelona fyrir lánið á brasilíska leikmanninum Philippe Coutinho en Börsungar skulda enn Liverpool eftir að hafa keypt hann í janúar árið 2018. Liverpool mun því fá 18 milljónir punda. (Mail)

Daniel Sturridge, fyrrum framherji Liverpool, er þá eftirsóttur biti á markaðnum en tyrkneska félagið Trabzonspor og franska úrvalsdeildarfélagið Mónakó vilja bæði fá hann á frjálsri sölu. (Express)

Everton á möguleika á því að fá franska vængmanninn Franck Ribery sem rann út á samning hjá Bayern Munchen í sumar en hann eyddi tólf farsælum árum hjá þýska félaginu. (90min)

Yannick Bolasie (30), er þá á förum frá Everton, en Besiktas og Trabzonspor vilja fá hann frá enska félaginu. (Sun)

Mesut Özil gæti enn yfirgefið enska félagið Arsenal en D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, hefur mikinn áhuga á að fá hann. (Daily Star)

Serge Aurier, bakvörður Tottenham, gæti þá verið á leið frá félaginu en AC Milan á Ítalíu en það veltur allt á því hvort Andrea Conti fari frá Milan áður en glugginn lokar. (Calciomercato)

Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar er þá ekki í hópnum hjá Paris Saint-Germain er liðið mætir Rennes í frönsku deildinni en þetta er annar leikurinn á tímabilinu þar sem hann er ekki í hóp. Hann vill ólmur komast aftur til Barcelona. (AS)

Kevin-Prince Boateng, sem var á láni hjá Barcelona síðari hluta síðasta tímabils, segir að hann hafi getað spilað fyrir Manchester United fyrir 10 árum ef að viðhorf hans hefði verið betra. (Goal)

Manchester United er þá tilbúið að borga argentínska varnarmanninum Marcos Rojo til að yfirgefa félagið. Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur áhuga á að taka við honum en þó aðeins á láni í eitt tímabil. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner