Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. október 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinur Nagelsmann kallaði hann „John Terry"
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern München, segist hafa litið upp til John Terry þegar hann var að spila.

Terry er einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og var í mörg ár fyrirliði Chelsea.

Nagelsmann lagði skóna á hilluna þegar hann var tvítugur, vegna meiðsla. Hann fór þá að einbeita sér að þjálfun og er kominn mjög langt sem þjálfari þrátt fyrir ungan aldur. Þegar hann spilaði, þá var Terry fyrirmyndin.

„Terry var fyrirmyndin. Þegar ég var yngri, þá spilaði ég með góðum vini mínum, Christian Trasch. Ég kallaði hann Patrick - Patrick Vieira - því hann spilaði sem djúpur miðjumaður og hann kallaði mig John Terry."

„Á þeim tíma var Terry einn besti miðvörður heims. Ég held að það hafi verið eitt tímabil þar sem hann tapaði ekki einu einvígi. Hann var mjög hugrakkur. Það voru einhver líkindi með okkur og hann var fyrirmynd fyrir mig."

Nagelsmann er 34 ára gamall. Hann hefur náð eftirtektarverðum árangri sem þjálfari Hoffenheim, Leipzig og núna Bayern. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Bayern, sem fer mjög vel af stað á þessu tímabili.

Sjá einnig:
Leið Nagelsmann - Úr meiðslum í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner