Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. nóvember 2018 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Æfingaleikur: Grótta lagði ÍA í markaleik
Valtýr skoraði fyrir Gróttu í dag.
Valtýr skoraði fyrir Gróttu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍA 3 - 5 Grótta
0-1 Kristófer Orri Pétursson
1-1 Ísak Bergmann Jóhannesson
1-2 Pétur T. Árnason
1-3 Pétur T. Árnason
2-3 Gonzalo Zamorano Leon
2-4 Valtýr Már Michaelsson
3-4 Stefán Ómar Magnússon
3-5 Jóhann Hrafn Jóhannsson

ÍA og Grótta mættust í æfingaleik í Norðurálshöllinni á Akranesi í gær. Átta mörk voru skoruð í leiknum.

Kristófer Orri kom Gróttu yfir snemma í leiknum en Ísak Bergmann náði að jafna metin. Tvö mörk í röð frá Pétri Árnasyni kom Gróttu í 1-3.

Gonzalo Zamorano sem gekk til liðs við ÍA frá Víkingi Ólafsvík á dögunum minnkaði muninn fyrir ÍA.

Valtýr Már Michaelsson tvöfaldaði aftur forystu Gróttu áður en að hinn ungi Stefán Ómar skoraði. Jóhann Hrafn skoraði síðan síðasta mark leiksins og innsiglaði 3-5 sigur Gróttu.

ÍA hefur fengið Viktor Jónsson, Óttar Bjarna og auðvitað Zamorano eftir að tímabilinu lauk.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner