Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. nóvember 2022 09:23
Elvar Geir Magnússon
Emírinn í Katar vill banna bjórsölu á leikvöngunum
Gianni Infantino forseti FIFA og emírinn í Katar, Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani.
Gianni Infantino forseti FIFA og emírinn í Katar, Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani.
Mynd: Getty Images
Það er pressa á FIFA að banna bjórsölu á leikvöngum HM, aðeins tveimur dögum áður en keppni fer af stað.

Emírinn í Katar, Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani, segir það ljóst að hann vilji ekki að bjór sé seldur á völlunum og vill að FIFA hætti við söluna.

FIFA er með risasamning við Budweiser sem þuyrfti að rifta.

Enn er óljóst hver niðurstaðan verður en bjór yrði þá aðeins seldur á sérstökum stuðningsmannasvæðum sem eru í Doha en ekki á leikvöngunum.

Viðræður eiga sér stað bak við tjöldin en FIFA hefur þegar reynt að vera með bjórsölurnar staðsetta þar sem þær eru ekki mjög sjáanlegar.

Sjá einnig:
Bjórinn kostar um 2 þúsund krónur á HM í Katar
Athugasemdir
banner
banner
banner