Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. nóvember 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Úrslitaleikur í Eystrasaltsbikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er þónokkuð um að vera í íslenska boltanum um helgina þar sem A-landslið karla spilar úrslitaleik við Lettland í Eystrasaltsbikarnum eftir að hafa sigrað Litháen í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik.


Lettar unnu Eista eftir vítaspyrnur og verður áhugavert að fylgjast með úrslitaleiknum sem fer fram á morgun, laugardag, klukkan 14:00.

Leikurinn fer fram á Daugava Stadium, heimavelli Letta í Riga.

Á sunnudaginn hefst svo innanhúsmót karla í fótbolta. KÁ, KFR, Sindri/Máni og Vængir Júpíters mæta til leiks í B-riðli. Leikið verður á Hvolsvelli.

Laugardagur:
14:00 Lettland-Ísland (Daugava Stadium)

Sunnudagur:
13:30 KFR - Vængir Júpíters
14:05 KÁ - Sindri/Máni
15:00 Vængir Júpíters - Sindri/Máni
15:35 KFR - KÁ
16:30 KÁ - Vængir Júpíters
17:05 Sindri/Máni - KFR


Athugasemdir
banner
banner
banner