Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 19. júní 2020 21:19
Daníel Smári Magnússon
Jónas Björgvin: Mig langar ekkert að hætta núna!
Lengjudeildin
Jónas var kampakátur í leikslok.
Jónas var kampakátur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara geggjað sko. Ekkert flóknara að lýsa því, hvað getur maður beðið um meira?'' sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson eftir 2-1 sigur á Grindavík í dramatískum fyrsta leik Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

„Ég held að þetta hafi verið að langmestu leyti frekar "solid", á köflum slitnuðum við of mikið síðustu 30 mínúturnar í fyrri hálfleik en eftir að ég kem inná þá fannst mér þetta mjög "solid". Þeir einhvernveginn ógna okkur ekki neitt. Hefði viljað halda meira í boltann, þá hefðum við hugsanlega skorað fleiri mörk,'' bætti Jónas við.

Mikið var talað um það fyrir mót að Jónas ætlaði hugsanlega að taka sér frí frá fótbolta, hann tjáði sig um það umtal og talaði um þankagang sinn.

„Já, það hvarflaði alveg að mér sko. Þetta var fyrsta heila æfingavikan mín í 10 mánuði. Búinn að vera í skóla, gera svolítið aðra hluti og fengið frelsi frá þjálfaranum til að gera það. Það var bara pínu erfitt að mótivera sig aftur í gang, en svo hlýðir maður bara Palla og mætir á æfingar og þá gerast góðir hlutir hægt.''

Líklega hefur sigurmark Þórs einungis styrkt hann í þeirri sannfæringu að hann tók rétta ákvörðun um að taka slaginn?

„Þetta er það sem að heldur manni í þessu, mér finnst ekkert sérstaklega gaman að mæta á æfingar á hverjum degi, en það er þetta "buzz" í þessar nokkrar sekúndur og allir glaðir saman sem heldur manni í þessu. Mig langar ekkert að hætta núna!''

Athugasemdir
banner
banner