Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 19. september 2018 22:42
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Blendnar tilfinningar að fara í Grafarvoginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn í Árbænum í kvöld var spjallið á götunni um það að lúnir og svekktir Blikar væru að mæta ferskum og sprækum Fylkismönnum.  Annað kom á daginn og Ágúst þjálfari Blika var mjög kátur!

"Við lögðum leikinn þannig upp að bæði lið höfðu að einhverju að keppa, við að tryggja Evrópusæti og þeir í bullandi fallhættu.  Við sýndum mikinn karakter og ég var gríðarlega ánægður með þennan leik frá fyrstu mínútu og allt til loka."

Með þennan leik að baki horfði Gústi fram á næstu leiki, búinn að tryggja Blikum Evrópusæti á næsta ári.

"Nú eru tveir leikir eftir, næst er það minn gamli heimavöllur í Grafarvoginum það verður gaman að koma þangað og hitta mína gömlu félaga ."

Er það í alvörunni...Blikar gætu farið langt með að fella Fjölni með sigri eða bjarga þeim með tapi?

"Þetta er auðvitað mjög erfið spurning og erfitt að svara henni.  Auðvitað er maður keppnismaður og fer í alla leiki til að vinna en það eru vissulega blendnar tilfinningar að mæta uppeftir og verða valdur að einhverju leiðinlegu, en við sjáum hvað setur.  Við verðum án Gulla fyrirliða og Óli Íshólm (fyrrum Fylkismaður) kemur í markið svo að þetta verður skemmtilegt."

Með sigri kvöldsins er ljóst að Blikar spila í Evrópukeppni á næsta ári, er það ekki orðin skýr krafa félagsins hvert ár?

"Við erum alltaf að keppa að því.  Þetta er stórt félag og mikið Blikahjarta í leikmönnum og stuðningsmönnum.  Við erum á góðum stað og ætlum að byggja á þessu tímabili fyrir það næsta.  Við ætlum okkur stóra hluti!"

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner