Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. október 2021 23:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Helgi Valur: Versta mögulega leiðin til að hætta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson lagði skóna á hilluna eftir tímabilið í ár með uppeldisfélaginu Fylki.

Þetta var ekki draumaendir þar sem liðið féll niður í næst efstu deild. Hann ætlaði að hætta eftir síðasta tímabil en eftir að hafa fótbrotnað snemma gerði hann allt til að snúa aftur og klára ferilinn á góðum nótum.

„Ég fæ blómvönd á vellinum fyrir framan 20 manns, leikurinn skipti engu máli og fjölskyldan erlendis, þetta kvöld leið mér alveg hræðilega. Þetta var versta mögulega leiðin til að hætta."

Hann snéri aftur inná fótboltavöllinn með Fylki árið 2018 en hann hafði þá ekki spilað fótbolta frá 2015 en hann hafði þá hætt að sökum kvíða.

„Að sama skapi þegar ég hætti 2015 þá var það líka glatað, þá hætti ég því mér leið illa og vildi ekki spila fótbolta, núna vill ég spila og finnst það gaman en samt fór allt í steik. Í AGF vildi ég ekki spila, ég var með kvíða. Við fórum upp, gekk frábærlega en öfugt núna þar sem mér finnst mjög gaman og hefði viljað gera eitthvað að viti. Það er erfitt að útskýra þetta hrun, töpuðum 7-0 og 6-0."

Sjá einnig:
Helgi lagði skóna á hilluna 2015 vegna þunglyndis og kvíða - „Fór eins langt niður og ég gat"


Athugasemdir
banner
banner
banner