Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2023 18:35
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um eyðslu Chelsea: Þýðir að við þurfum að gera það líka
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Chelsea er nú búið að eyða tæpum hálfum milljarði punda í leikmenn frá því Todd Boehly eignaðist félagið á síðasta ári. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið þurfi að gera það sama ef það á ekki að missa af lestinni.

Síðustu daga hefur Chelsea fengið þá Mykhailo Mudryk, Joao Felix, David Datro Fofana, Andrey Santos og Benoit Badiashile. Þá er Noni Madueke á leið til félagsins frá PSV.

Því er eyðsla félagsins frá síðasta sumri komin upp í 436 milljónir punda og fer hækkandi.

Til að halda í við þessi félög segir Klopp að Liverpool gæti þurft að gera slíkt hið sama.

„Áhugavert! Ég get ekki útskýrt þetta. Ég hef ekki hugmynd um þetta en ef tölurnar eru réttar þá er þetta mjög svo aðsópsmikið,“ sagði Klopp.

„Ég get ekki séð það að þetta hætti í framtíðinni sem þýðir að við þurfum að gera þetta líka

„Ég trúi á þjálfun, þróun og uppbyggingu liðs. Það er 100 prósent en þjálfararnir þarna úti eru í góðum málum og trúa á það nákvæmlega sama. Þannig ef þeir byrja að eyða og við gerum það ekki, þá skapast vandamál. Ég er samt sem áður ekki viss um að Chelsea geti gert þetta næstu tíu árin,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner