Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. febrúar 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar grét í tvo daga
Mynd: Getty Images
Brasilíski leikmaðurinn Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að í ljós kom að hann hafði brotið metatarsal bein í fæti sínum seint í janúar.

Neymar, sem leikur með Paris Saint-Germain meiddist í 2-0 sigri á Strasbourg í franska bikarnum, en meiðslin gerðu það að verkum að hann verður frá í tíu vikur og missir hann meðal annars af báðum leikjum PSG gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

PSG virtist þó ekki sakna hans mikið í fyrri leiknum sem Parísarliðið vann 2-0.

Þetta eru svipuð meiðsli og Neymar varð fyrir á síðasta ári og gerðu það að verkum að hann var tæpur fyrir HM. Í þetta skiptið eru meiðslin hins vegar aðeins flóknari.

„Ég var heima í tvo daga grátandi," sagði Neymar við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo um viðbrögð sín við meiðslunum.

Neymar ætti að snúa aftur í apríl ef allt gengur upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner