Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Lengjubikar og landsleikur
Mynd: KSÍ
Í dag eru tveir leikir á dagskrá hér heima í Lengjubikarnum og einn í Þýskalandi. Þar er U17 landslið karla að hefja keppni í milliriðli fyrir Evrópumótið sem verður haldið á Írlandi í maí.

Strákarnir okkar keppa við Slóveníu í dag og eru einnig með Hvíta-Rússlandi og heimamönnum í Þýskalandi í erfiðum milliriðli.

Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á laugardaginn og svo er leikurinn við Hvítrússa næsta þriðjudag. Tvö efstu lið riðilsins komast í lokakeppnina.

Í Lengjubikarnum tekur Keflavík á móti KR í B-deild kvenna á meðan Álafoss mætir KFR í C-deild karla.

Milliriðill EM U17
15:45 Ísland - Slóvenía

Lengjubikar karla C deild - Riðill 4
20:00 Álafoss-KFR (Varmárvöllur - gervigras)

Lengjubikar kvenna B-deild - Riðill
19:00 Keflavík-KR (Reykjaneshöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner