Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. júní 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Systir Ronaldo gagnrýnir Sarri en dásamar bróður sinn
Ronaldo og Sarri ræða saman.
Ronaldo og Sarri ræða saman.
Mynd: Getty Images
Systrum Cristiano Ronaldo, leikmanns Juventus, finnst gaman að tjá sig á opinberum vettvangi.

Katia Aveiro, systir Ronaldo, skaut á Virgil van Dijk í desember á síðasta ári og núna segir önnur systir hans, Elma Aveiro, gagnrýnt Maurizio Sarri, knattspyrnustjóra Juventus.

Juventus tapaði gegn Napoli í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik ítalska bikarsins síðasta miðvikudag. Ronaldo átti ekki góðan leik og er þetta í fyrsta sinn á ferlinum sem portúgalska stórstjarnan hefur tapað tveimur úrslitaleikjum í röð á ferli sínum.

Elma skrifar færslu á Instagram þar sem hún gagnrýnir leikstíl Sarri: „Hvað geturðu gert meira? Elskan mín, þú getur ekki framkvæmt kraftaverk aleinn."

„Ég skil ekki hvernig þú getur spilað svona," segir Elma jafnframt en þá er hún væntanlega að tala um Sarri. „Haltu höfðinu hátt, þú getur ekki gert meira," segir hún en þá er hún að skrifa um bróður sinn.

Sarri tók við Juventus af Massimiliano Allegri síðastliðið sumar. Hann er með Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar, en þar á bæ er krafa á að vinna alla titla - sérstaklega á Ítalíu.

Athugasemdir
banner
banner
banner