Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu ræðu Paul Pogba fyrir úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Paul Pogba átti mjög góðan leik er Frakkar unnu Króatíu 4-2 í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.

Pogba hefur reynst mikill leiðtogi fyrir franska landsliðið og er einn af hæfileikaríkustu leikmönnum heims þó honum hafi ekki alltaf tekist að sýna það í treyju Manchester United.

Hann hélt frábæra ræðu fyrir samherja sína í franska landsliðinu fyrir úrslitaleikinn og er hægt að sjá hana hér fyrir neðan.

„Strákar, ég vil ekki tala of mikið. Við vitum allir hvar við erum, við vitum hvað við viljum, við vitum hversu langt við höfum komist." sagði Pogba í upphafi ræðunnar.

„Við erum 90 mínútum frá því að komast í sögubækurnar. 90 mínútur. Einn leikur. Ég veit ekki hversu marga leiki við höfum spilað á ferlinum en þetta er leikurinn sem breytir öllu. Þetta er leikurinn sem skrifar söguna.

„Það eru tvö lið og einn bikar. Þetta er alveg eins fyrir þeim, þeir vilja þennan bikar. Við höfum tapað úrslitaleik, við vitum hvernig það er, við finnum fyrir því í hjartanu. Tapið er ennþá í hausnum á okkur.

„Í dag ætlum við ekki að láta annað lið taka það sem er okkar. Ég vil að við festum okkur í minningu frönsku þjóðarinnar sem horfir á okkur í kvöld. Í minningu barna þeirra, barnabarna og meira að segja barnabarnabarna.

„Ég vil að við förum á völlinn sem stríðsmenn, sem leiðtogar!"





Athugasemdir
banner
banner
banner