Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. september 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rafael: Þeir hafa kannski vanmetið okkur
Mynd: Getty Images
Brasilíski hægri bakvörðurinn Rafael, sem var í sjö ár hjá Manchester United, er fastamaður í byrjunarliði Lyon og var á sínum stað er liðið heimsótti Manchester City í Meistaradeildinni.

Frakkarnir komu heiminum á óvart á Etihad leikvanginum og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Heimamenn í City náðu að minnka muninn en það nægði ekki og sögulegur sigur Lyon staðreynd.

Lyon hefur ekki byrjað tímabilið vel og er með sjö stig eftir fimm umferðir í franska boltanum. Rafael telur það hafa platað Man City í undirbúningnum fyrir leikinn, hann telur Englandsmeistarana hafa vanmetið Lyon.

„Kannski sáu þeir að við byrjuðum illa í franska boltanum og vanmátu okkur. Þeir hafa horft á myndbönd og séð að okkur skorti sjálfstraust á upphafi tímabilsins," sagði Rafael eftir sigurinn.

„Við spiluðum leikinn mjög vel gegn City. Ég veit ekki hvort þeir hafi vanmetið okkur en við vorum betri og fengum fleiri tækifæri til að skora. Það er stórkostleg tilfinning að hafa betur gegn svona ótrúlega sterkum andstæðingum."

Rafael er mikill stuðningsmaður Man Utd og hefur aldrei á ferlinum tapað á heimavelli Man City.

„Allir vita að ég er mikill stuðningsmaður United. Að koma aftur hingað til að vinna City er stórkostlegt fyrir mig. Við erum með sterkt lið og ætlum að komast upp úr riðlinum."

Rafael er þó ekki eini fyrrverandi leikmaður Man Utd sem spilaði gegn City. Memphis Depay var einnig í liði Lyon og sagði eftir leikinn að „Manchester er ennþá rauð."
Athugasemdir
banner
banner
banner