Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. febrúar 2019 19:05
Arnar Helgi Magnússon
Fyrsti deildarsigur Heimis í Katar
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson stýrði Al Arabi til sigurs gegn Al Shahania í katörsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Al Arabi í deildinni undir stjórn Heimis.

Wilfried Bony var á skotskónum annan leikinn í röð en hann hefur bara spilað tvo leiki fyrir félagið. Hann kom Al Arabi yfir strax á áttundu mínútu leiksins.

Yousef Hani Ballan jafnaði fyrir Al Shahania á 28. mínútu en einungis tveimur mínútum síðar skoraði Morteza Pouraliganji og kom Al Arabi yfir á nýjan leik.

Fleiri urðu mörkin ekki í dag og naumur sigur lærissveina Heimis því staðreynd.

Næsti leikur Al Arabi er föstudaginn 1. mars gegn Al-Sailiya. Al Arabi er komið í sjötta sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld.

Hér að neðan má sjá mark Wilfried Bony í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner