Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær lét sérstakt Man Utd ákvæði í alla samninga
Mynd: Getty Images
Það voru ekki margir sem bjuggust við svakalegum hlutum þegar Ole Gunnar Solskjær var ráðinn sem tímabundinn knattspyrnustjóri Manchester United í desember.

Frumraun hans í enska boltanum hafði endað skelfilega með Cardiff en hann átti þó góðu gengi að fagna með Molde í Noregi. Hann var hjá Molde þegar stjórn Man Utd bað hann um að taka við keflinu og stökk hann beint á tilboðið enda með sérstakt ákvæði í samningi sínum sem gerði honum kleift að fara.

„Eftir að hafa þjálfað varalið Man Utd hefur mig alltaf langað til að taka við aðalliðinu. Þið getið kallað mig barnalegan, heimskan, metnaðarfullan eða hvað sem þið viljið en síðan þá hef ég alltaf látið setja sama ákvæði í alla þjálfarasamninga sem ég geri. Þetta ákvæði gerir það að verkum að ef Man Utd vill fá mig þá má ég fara," sagði Solskjær í viðtali í norska ríkissjónvarpinu.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá bjóst ég ekki við að þetta myndi gerast eftir slæmt gengi með Cardiff. Ég leit á það starf sem stökkpall til að sanna mig í úrvalsdeildinni og taka svo við Manchester United. Þegar það gekk ekki upp hugsaði ég með mér að nú væri ferillinn minn á Englandi búinn fyrir fullt og allt.

„Ég er ekki bara stjórinn hérna, ég er líka dyggur stuðningsmaður. Ég vil það besta fyrir félagið og leikmennina, það er mikilvægur styrkleiki. Þetta mun aldrei snúast um mig því félagið er mikið stærra en einhver einstaklingur."

Athugasemdir
banner