Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 21:00
Gunnar Logi Gylfason
Swansea tapaði tveimur vítaspyrnukeppnum sama daginn
Mynd: Getty Images
Swansea hefur tapað báðum leikjunum sínum í Interwetten Cup.

Fyrst gerði liðið 1-1 jafntefli gegn ítalska liðinu Genoa og fór leikurinn því í vítaspyrnukeppni. Þar mistókst bæði Kyle Naughton og Jordi Amat að skora úr sínum spyrnum og tapaði liðið 4-3 í vítaspyrnukeppninni.

Seinna um daginn spilaði liðið við gestgjafana FC Magdeburg þar sem endar leikuðu með markalausu jafntefli. Þá tapaði liðið 4-2 í vítaspyrnukeppninni.

Leikirnir eru aðeins 60 mínútur. Það er greinilegt að lærisveinar Graham Potter þurfi að æfa sig í vítaspyrnukeppnum.

Swansea spilar í Championship-deildinni á Englandi á komandi tímabili eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni í vor.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner