Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. nóvember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Mamma Arons sá um að strauja skyrtur fyrir Henderson
Aron, Henderson og fleiri leikmenn Coventry fagna marki.
Aron, Henderson og fleiri leikmenn Coventry fagna marki.
Mynd: Getty Images
Aron - sagan mín er komin út en um er að ræða bók um ævi Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða. Í bókinni kennir ýmsa grasa og þar rifjar Aron meðal annars þegar hann spilaði með Jordan Henderson hjá Coventry á sínum tíma.

Henderson kom til Coventry á láni frá Sunderland árið 2011. Síðar fór hann til Liverpool þar sem hann er í dag fyrirliði og enskur landsliðsmaður.

„Við náðum vel saman innan vallar, ég á miðjunni og hann á kantinum, sem og utan vallar. Mamma hefur gaman að því að segja fólki að hann hafi stundum beðið mig um að plata hana í að strauja skyrurnar sínar," segir Aron í bókinni.

Henderson spilaði á kantinum hjá Coventry en hann færði sig síðar á miðjuna þar sem hann spilar í dag.

„Maður sá alveg strax að Jordan var hæfileikaríkur en hann var öðruvísi leikmaður á þessum tíma, liprari með boltann og hraðari, eins og venjan er með kantmenn."

„Við höfum ekki haldið miklu sambandi en við hittum síðast eftir leikinn gegn Englandi í Nice. Eins og gefur að skilja voru það kannski ekki heppilegustu aðstæðurnar til að spjalla."


Sjá einnig:
Aron: Fékk sjokk yfir því hvað ég hafði verið blindur

"Aron - Sagan mín" kemur í allar helstu verslanir í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner