Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. nóvember 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Margét Selma Steingrímsdóttir í Aftureldingu/Fram (Staðfest)
Marsý Dröfn Jónsdóttir og Hrafntinna Mjöll Haraldsdóttir framlengja
Mynd: Afturelding/Fram
Knattspyrnudeild Aftureldingar/Fram samdi í gær við Margréti Selmu Steingrímsdóttur en hún kemur frá ÍR. Hún gerir tveggja ára samning við félagið.

Margrét, sem er fædd árið 1998, á 41 leik að baki í 1. deild kvenna og gert tvö mörk í þeim en hún var í lykilhlutverki með ÍR í Inkasso-deildinni í sumar þar sem hún lék alla 18 leikina í deildinni.

Hún gerði tveggja ára samning við Aftureldingu/Fram í gær og þá framlengdu tveir aðrir leikmenn.

Marsý Dröfn Jónsdóttir og Hrafntinna Mjöll Haraldsdóttir gerðu gerðu tveggja ára samning við félagið í gær og ljóst að félagið er byrjað að styrkja sig fyrir komandi átök.

„Við erum gríðarlega ánægð með að geta boðið Margrét Selmu til félagsins, hún heillaði forsmenn félagsins með spilamennsku sinni í sumar og hefur smell passað inn í hópinn á æfingum félagsins. Hún styrkir okkar lið til muna, passar inn í okkar hugmyndafræði sem byggir á ungum og spennandi leikmönnum," segir í yfirlýsingu félagsins.

„Afturelding hefur notið góðs af leikmönnum að norðan og þekkir þá einungis sem duglega leikmenn innan sem utan vallar. Við erum því mjög spennt fyrir samstarfinu með Margréti og sjá hana dafna og þróast sem leikmaður félagsins."

„Marsý Dröfn er gríðarlega mikilvægur hlekkur í okkar liði, hún er spennandi leikmaður fyrir framtíðina, stór karakter í hóp og unnið sér gott orðspor sem þjálfari hjá félaginu.

„Það hefur verið mikill stígandi í leik Hrafntinnu frá því hún kom til félagsins, hún hefur verið gríðarlega öflug á undirbúningstímabilinu og bindum við miklar vonir við hana á komandi árum."


Liðið hafnaði í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar í sumar með 17 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner