Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2019 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Reuters 
Courtois: Spænskir fjölmiðlar vilja taka mig af lífi
Mynd: Getty Images
Thibaut Courtois gerði frekar slæm mistök í gær þegar Belgía vann 3-1 sigur gegn Rússlandi í undankeppni EM 2020.

Jan Vertonghen átti sendingu til baka á Courtois sem ætlaði að vera aðeins of svalur á boltann. Artem Dzyuba, framherji Rússa, setti pressu á Courtois sem náði ekki að hreinsa boltann frá marki. Denis Cheryshev nýtti sér þessi mistök með því að skora í autt markið.

Hann jafnaði í 1-1, en sem betur fer fyrir Courtois þá vann Belgía leikinn 3-1.

Sjá einnig:
Myndband: Sjáðu hræðileg mistök Courtois

Eftir leikinn í gær gagnrýndi Courtois spænska fjölmiðla.

Courtois var settur á bekkinn í síðasta leik Real Madrid, fyrsta leikinn eftir endurkomu Zinedine Zidane sem stjóra félagsins. Courtois hefur alls ekki átt sitt besta tímabil, en Real keypti hann síðasta sumar frá Chelsea. Courtois neitaði að mæta á æfingar hjá Chelsea áður en hann fór til Real Madrid.

„Ég lít enn á mig sem einn besta markvörð í heimi þótt spænskir fjömiðlar vilji taka mig af lífi," sagði Courtois.

„Mér líður mjög vel og ég er rólegur vegna þess að ég æfi og spila vel."

Um markið sagði hann:

„Rússneski sóknarmaðurinn ýtti við mér. Ég gerði mistök og þannig er það. Eftir það róaði ég mig niður og spilaði minn leik."

Eden Hazard, liðsfélagi Courtois í belgíska landsliðinu, sló á létta strengi.

„Hann horfir á mikið af myndböndum af mér og reynir svo að leika þau eftir. Það er ekki fyrir alla," sagði Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner