Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. júlí 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Griezmann: Eins og að spila tölvuleik og svindla
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann er í skýjunum með fyrstu dagana hjá sínu nýja félagi, Barcelona.

Franski Heimsmeistarinn gekk í raðir Barcelona frá Atletico Madrid nú á dögunum en spænsku meistararnir borguði 120 milljónir evra fyrir leikmanninn.

„Barcelona er að smíða lið eins og maður gæti gert í tölvuleik ef maður myndi nota svindl. Suarez, Messi, Dembele og nú Frenkie De Jong."

„Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og þetta verður mikill hausverkur fyrir þjálfarann að ákveða hvaða leikmenn munu spila.

Griezmann segist spenntur fyrir því að spila með Lionel Messi.

„Það verður mögnuð tilfinning. Ég er spenntur fyrir hverja einustu æfingu að sjá hvað hann mun bjóða uppá í dag," sagði Griezmann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner