Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 23. maí 2019 23:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Óli: Markmið okkar er mun stærra en að fara bara upp á þessu tímabili
Ísak Óli fyrirliði Keflavíkur
Ísak Óli fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar heimsóttu bræður sína í Njarðvík nú í kvöld þegar 4.Umferð Inkasso deildar karla fór af stað suður með sjó en þetta var í fysta sinn síðan 2003 sem þessi nágrannalið mætast í alvöru keppnisleik og því ekki úr vegi að spyrja fyrirliða Keflavíkur út í tilfininguna eftir leik.
„Hún var bara góð, gaman að fá fólkið á völlinn og þetta var bara flottur leikur." Sagði fyrirliði Keflavíkur Ísak Óli Ólafsson 

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

Aðspurður hvort þessi leikur væri eitthvað sérstakari af öðru tagi en að þetta væri nágrannaslagur hafði Ísak Óli þetta að segja.
„Já sjálfsagt, þetta eru nátturlega allt strákar eða meiri hlutinn af þeim hefur spilað að einhverju leiti fyrir Keflavík þannig þetta var svolítið sérstakt að mætast, þetta eru allt vinir okkar þannig þetta er svolítið sérstakt."

Leikurinn endaði eins og hefur komið fram með markalausu jafntefli og því var ekki úr vegi að spyrja hvort fyrirliðin hafi verið sáttur með stigið.
„ Já ég er sáttur við það en við lágum helvíti mikið á þeim í seinni og við hefðum átt að skora."

Keflvíkingar eru nú með 10 stig eftir 4.umferðir og því alls ekki slæm byrjun og virkilega sterk í ljósi þess hvernig síðasta tímabil endaði fyrir Keflvíkinga.
„Nei alls ekki og við erum bara með ungt lið og virkilega skemmtilega blöndu af leikmönnum og við sækjum alltaf til sigurs."
„Síðasta sumar var nátturlega hrikalega erfitt en við leikmennirnir sem erum ungir fengum hrikalega góða reynslu bara að fá að spila í efstu deild og erum að nýta hana núna sem er bara frábært."


Eftir þessa frábæru byrjun Keflavíkur á tímabilinu er kannski von farin a kvikna fyrir því að þeir fari jafnvel beint upp í haust og er fyrirliðinn vongóður.
„Já ég er það, en markmið okkar er mun stærra en að fara bara upp á þessu tímabili, við ætlum bara að verða það góðir að við eigum alltaf að fara upp kannski næstu 2-3 ár en auðvitað gerum við atlögu að því að fara upp núna."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner