Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane hræddur við að spila Hazard og Vinicius saman
Hazard og Vinicius Junior.
Hazard og Vinicius Junior.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, telur að kantmennirnir Eden Hazard og Vinicius Junior geti ekki spilað saman.

Þetta segir í spænska blaðinu AS í dag og er forsíðuefni blaðsins.

Hazard kom til Real Madrid í fyrra fyrir upphæð sem gæti farið upp í um 130 milljónir punda. Belginn hefur hins vegar ekki alveg náð að láta ljós sitt skína á sínu fyrsta tímabili í Madríd.

Hazard og hinn 19 ára gamli Vinicius hafa aldrei verið saman inn á vellinum hjá Real, en Zidane telur þá víst of líka leikmenn til þess að spila þeim saman. Þeir hugsa báðir mikið um sóknarleikinn, en minna um varnarleik.

Það er spurning hvort Zidane geti ekki notfært sér hæfileika þeirra sóknarlega í leik gegn minni spámönnum, en hann hefur hingað til ekki gert það á þessu tímabili. Þess má þó geta að Hazard hefur mikið verið frá á þessu tímabili vegna meiðsla.

Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á þá var Real Madrid í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner