Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. október 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Ronaldo mætir á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst í dag og er einn risaslagur á dagskrá.

Manchester United tekur á móti Ítalíumeisturum Juventus í hörkuleik þar sem Cristiano Ronaldo mætir aftur á Old Trafford.

Margir spá Juventus sigri í Meistaradeildinni eftir að hafa komist í úrslitaleikinn tvisvar á síðustu fjórum árum og styrkt leikmannahópinn með Ronaldo í sumar.

Juve hefur farið vel af stað bæði í deild og Meistaradeild og búið að vinna alla leiki nema einn á tímabilinu, 1-1 jafntefli gegn Genoa síðasta laugardag.

Rauðu djöflarnir hafa hins vegar farið illa af stað og eru um miðja úrvalsdeild eftir níu umferðir. Liðið er þó með fjögur stig eftir tvær umferðir í riðlakeppninni.

FC Bayern heimsækir AEK til Aþenu í fyrsta leik dagsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport líkt og fjórir aðrir leikir í kvöld.

Roma tekur á móti CSKA Moskvu í beinni og eru bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson í leikmannahópi CSKA, sem lagði Real Madrid að velli í síðustu umferð.

Manchester City heimsækir Shakhtar Donetsk í afar mikilvægum leik á meðan Real Madrid mætir Viktoria Plzen í leik sem gæti verið uppá líf og dauða fyrir Julen Lopetegui, sem var ráðinn skömmu fyrir HM í sumar.

Hoffenheim mætir þá Lyon og Ajax tekur á móti Benfica í spennandi leikjum sem verða ekki sýndir beint.

Leikir dagsins:
16:55 AEK Aþena - FC Bayern (Stöð 2 Sport)
16:55 Young Boys - Valencia
19:00 Man Utd - Juventus (Stöð 2 Sport)
19:00 Roma - CSKA Moskva (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Shakhtar Donetsk - Man City (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Real Madrid - Viktoria Plzen (Stöð 2 Sport 5)
19:00 Hoffenheim - Lyon
19:00 Ajax - Benfica
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner