Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. maí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino: Tottenham besta félag í heimi
Mynd: Getty Images
Framtíð Mauricio Pochettino hjá Tottenham hefur verið í umræðunni undanfarið. Hann var bæði orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United fyrr í vetur sem og endurkomu til Spánar. Þá hefur hann nýverið verið orðaður við stjórastöðuna hjá Juventus.

Pochettino hefur verið stjóri Tottenham frá árinu 2014 en þar áður stýrði hann liði Southampton. Hans fyrsta starf var hjá Espanyol á Spáni. Þar var hann stjóri frá árinu 2009 til ársins 2012. Pochettino var í viðtali hjá talkSPORT í dag og þar blés hann á þá orðróma að hann væri á leið í burtu frá Tottenham.

„Tottenham er fyrir mér besta félag í heimi. Það er þó enn mikið verk óunnið," sagði Pochettino í dag.

„Ég hef mikinn vilja fyrir því að halda áfram hjá Tottenham og ég vil færa félaginu það sem það á skilið."

Tottenham mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 1. júní í Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner