Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 25. júní 2020 20:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Alfons lék allan leikinn í frábærum sigri Bodo/Glimt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosenborg 2 - 3 Bodo/Glimt
0-1 P. Zinckernagel
1-1 F. Bjorkan
2-1 A. Trondsen
2-2 K. Junker
2-3 O. Solbakken
Rautt Spjald: B. Meling (Rosenborg, 52')

Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted var á sínum stað í liði Bodo/Glimt þegar liðið sótti Rosenborg heim í dag.

Bodo var með fullt hús sitga eftir tvær umferðir á meðan Rosenborg var með eitt stig. Gestirnir komust í 0-1 en heimamenn voru komnir í 2-1 á 82. mínútu.

Gestirnir jöfnuðu leikin á 87. mínútu áður en Ola Solbakken tryggði þeim sigur á 90. mínútu.

Alfons lék allan leikinn og er Bodo á toppnum með fullt hús líkt og Molde.
Athugasemdir
banner
banner