Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. ágúst 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Óþolandi að spila á móti honum en geggjað að spila með honum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson hefur átt mjög gott tímabil með Breiðabliki, Kiddi hefur skorað sex mörk í átján leikjum og spilað stórt hlutverk. Eitt markanna skoraði hann í gær gegn KA og lagði hann upp annað mark liðsins.

Kiddi gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið í fyrra eftir atvinnumennsku og tvö tímabil í FH. Fótbolti.net ræddi við Finn Orra Margeirsson í dag og var hann spurður út í Kidda. Eitt ár skilur liðsfélagana að og léku þeir báðir með Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010.

Sjá einnig:
Finnur Orri: Eins og að koma til Tenerife eftir 35 mínútna flug

„Kiddi hættir aldrei að vera frábær í fótbolta. Þetta er ekkert sem kemur okkur sem þekkjum hann á óvart. Það er óþolandi að spila á móti honum en geggjað að spila með honum. Hann er þannig leikmaður að þú nærð aldrei að snerta hann," sagði Finnur.

„Ég samgleðst honum mikið hversu vel gengur. Það er ótrúlega dýrmætt að hafa svona gæja í hópnum, hann missir ekki boltann, alltaf hægt að finna, alltaf til í að finna hann og svo leggur hann upp og skorar."

„Ofan á það er hann orðinn okkar helsti skallamaður, það má ekki gleyma því,"
sagði Finnur og kom inn á þá staðreynd að Kiddi skoraði með skalla í gær, og ekki hans fyrsta skallamark.

Það er umtalað að hann var ekki upp á sitt besta þegar hann var hjá FH. Hvað er að skila þessu góða gengi?

„Ég held að Kiddi sé að njóta þess að spila fótbolta, líði vel og það er mjög góður taktur í hans leik. Ég held að hann sé að njóta sín í botn og búinn að finna sitt hlutverk."

„Það er rosa gott að fá að spila með honum aftur, það var orðið langt síðan síðast. Við spiluðum saman upp allra yngri flokkana og fyrstu árin í meistaraflokki. Síðan fór hann út og erum núna aftur að spila saman sem er mjög gaman,"
sagði Finnur.
Athugasemdir
banner
banner