Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. september 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Maddison: Mamma myndi klípa mig í eyrað ef ég væri hrokafullur
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
James Maddison, leikmaður Leicester, er oft sakaður um að vera hrokafullur en í viðtali við Daily Mail viðurkennir þessi 22 ára hæfileikaríki enski sóknarmiðjumaður að það er þunn lína milli sjálfstrausts og hroka.

„Ég er bara strákur sem er mikið sjálfstraust. Þannig er ég bara og þannig hef ég verið alinn upp. Ég hef mikla trú á sjálfum mér," segir Maddison.

Maddison komst í gulu pressuna um helgina þegar hann mætti með Louis Vuitton tösku sem kostar yfir 6.500 pund, sem er rétt rúm milljón í íslenskum krónum.

„Ég vil alls ekki líta út fyrir að vera hrokafullur því ég var ekki alinn upp á þann hátt. Mamma mín væri sú fyrsta til að klípa mig í eyrað ef henni þætti ég vera að sýna hroka. En þú verður að vera með sjálfstraust og trúa á sjálfan þig."

„Ég hef ekki áhyggjur af því hvað öðru fólki finnst, í hreinskilni sagt. Það er ekkert jákvætt við að vera hrokafullur og ég mun vita það sjálfur ef ég fer yfir línuna," segir Maddison.

Sjálfstraustið hefur fleytt Maddison langt en fyrir tveimur árum var hann á bekknum þegar Norwich gerði 0-0 jafntefli við Bristol City í Championship-deildinni. Nú er hann ein bjartasta von Englands.
Athugasemdir
banner
banner