Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júní 2018 15:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Caballero og fjölskylda hans fengið hótanir
Caballero gerði slæm mistök gegn Króatíu.
Caballero gerði slæm mistök gegn Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willi Caballero hefur greint frá því að hann og fjölskylda hans hafi fengið hótanir í kjölfar mistaka markvarðarins í fyrsta marki Króatíu í síðustu viku.

Mistökin voru ansi slæm en Caballero ætlaði að gefa boltann yfir Ante Rebic, það gekk ekki betur en svo að boltinn fór beint til Rebic sem skoraði með viðstöðulausu skoti og kom Króatíu yfir.

Caballero byrjaði fyrstu tvo leiki Argentínu en var kominn á bekkinn í lokaleiknum þegar liðið sigraði Nígeríu 2-1. Hann hefur nú greint frá því á Instagram að honum og fjölskyldu hans hafi borist hótanir.

Jorge Sampaoli sagði eftir leik að það ætti ekki að kenna Caballero um tapið heldur honum, hann einn tæki fulla ábyrgð á tapinu. Í færslunni þakki Caballero öllum þeim sem hafa stutt við bakið á honum.

Caballero varð aðalmarkvörður landsliðsins eftir að Sergio Romero meiddist í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið. Argentína mætir Frakklandi í 16-liða úrslitum á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner