Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júní 2018 14:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Íranski Messi leggur landsliðsskóna á hilluna aðeins 23 ára
Azmoun er hættur að spila fyrir Íran.
Azmoun er hættur að spila fyrir Íran.
Mynd: Getty Images
Íranski framherjinn Sardar Azmoun hefur greint frá því að hann sé hættur að spila með landsliðinu aðeins 23 ára að aldri og segir að móðir sín sé orðin alvarlega veik eftir móðganir sem hann hefur fengið.

Azmoun ber gjarnan viðurnefnið íranski Messi hafði áður en heimsmeistaramótið hófst skorað 23 mörk í 33 leikjum fyrir þjóð sína

Azmoun skoraði hinsvegar ekki í Rússlandi þegar Íran endaði í þriðja sæti B-riðils á eftir Spáni og Portúgal. Leikmaðurinn segir það sársaukafullt að þurfa að hætta með landsliðinu.

Móðir mín hafði yfirkomið alvarleg veikindi og ég var ánægður. Því miður hefur sú óvelvild í garð okkar ásamt þeim móðgunum sem ég og liðsfélagar mínir höfum fengið leitt til þess að veikindin hafa versnað á ný, ” sagði Azmoun.

Þetta hefur komið mér í erfiða stöðu þar sem ég þarf að velja eitt fremur en annað og ég vel móður mína.”

Azmoun spilaði fyrsta leik sinn fyrir Íran 19 ára gamall og er fimmti markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins. Honum hefur verið líkt við þjóðhetjuna Ali Daei sem á metið yfir flest mörk skoruð með landsliði, 109 mörk í 149 landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner