Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. júlí 2020 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Messi, Ronaldo og Lewandowski markahæstir síðan 2010
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þegar tölur yfir markaskorun eru skoðaðar komast fáir með tærnar þar sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa hælana.

Búið er að taka saman helstu markaskorara stærstu deilda Evrópu og mörk þeirra lögð saman frá árinu 2010.

Það er aðeins talið deildarmörk, ekki mörk í Evrópukeppnum eða með landsliðum, og er Messi markahæstur með 381 mark fyrir Barcelona. Ronaldo er næstur með 304 mörk fyrir Real Madrid en hann er einnig búinn að skora 52 mörk í ítalska boltanum með Juventus. Hann er því með 356 mörk í heildina, aðeins 25 mörkum eftir Messi.

Þar á eftir kemur Robert Lewandowski með 236 mörk fyrir Dortmund og Bayern München og honum fylgir Sergio Agüero með 180 mörk fyrir Manchester City.

Markahæstir í ensku úrvalsdeildinni:
1. Sergio Aguero - 180
2. Harry Kane - 142
3. Wayne Rooney - 114
4. Romelu Lukaku - 113
5. Jamie Vardy - 103

Markahæstir í spænsku deildinni:
1. Lionel Messi - 381
2. Cristiano Ronaldo - 304
3. Karim Benzema - 164
4. Luis Suarez - 147
5. Antoine Griezmann - 143

Markahæstir í ítölsku deildinni:
1. Ciro Immobile - 129
2. Antonio Di Natale - 125
3. Gonzalo Higuain - 124
4. Mauro Icardi - 121
5. Fabio Quagliarella - 117

Markahæstir í þýsku deildinni:
1. Robert Lewandowski - 236
2. Marco Reus - 124
3. Thomas Müller - 113
4. Mario Gomez - 99
5. Pierre-Emerick Aubameyang - 98

Markahæstir í frönsku deildinni:
1. Edinson Cavani - 138
2. Zlatan Ibrahimovic - 113
3. Alexandre Lacazette - 100
4. Wissam Ben Yedder - 81
5. Kylian Mbappe - 80
Athugasemdir
banner
banner