Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. september 2019 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Everton og Man City: Gylfi byrjar en ekki Aguero
Hvað gerir Gylfi gegn Englandsmeisturunum?
Hvað gerir Gylfi gegn Englandsmeisturunum?
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:30 eigast Everton og Manchester City við í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliði Everton. Hann er í holunni með Dominic Calvert-Lewin fyrir framan sig.

Með sigri minnka ríkjandi Englandsmeistarar Man City forskot Liverpool á toppi deildarinnar aftur í fimm stig. Liverpool vann nauman sigur gegn Sheffield United fyrr í dag.

Everton hefur ekki byrjað vel og er með sjö stig eftir sex leiki. Liðið er í neðri hlutanum eftir tap gegn Sheffield United á heimavelli um síðustu helgi.

Hjá Man City byrjar Fernandinho í miðverði, en Sergio Aguero og Bernardo Silva eru á bekknum.

Byrjunarlið Everton: Pickford, Coleman, Keane, Mina, Digne, Delph, Schneiderlin, Walcott, Sigurdsson, Richarlison, Calvert-Lewin.
(Varamenn: Lossl, Holgate, Tosun, Iwobi, Sidibe, Davies, Kean)

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Otamendi, Fernandinho, Zinchenko, Rodri, Gundogan, Mahrez, De Bruyne, Sterling, Jesus.
(Varamenn: Bravo, Aguero, Bernardo Silva, David Silva, Mendy, Cancelo, Foden)
Athugasemdir
banner
banner
banner