Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. nóvember 2019 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni Ólafur í ÍBV (Staðfest)
Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, og Bjarni Ólafur við undirskrift.
Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, og Bjarni Ólafur við undirskrift.
Mynd: ÍBV
Bjarni Ólafur Eiríksson hefur samið við ÍBV út tímabilið 2020. Hann kemur til félagsins frá Val.

„Þetta er mikill hvalreki fyrir ÍBV og er liðið nú komið með sterkan hrygg fyrir átökin í Inkasso deildinni. Velkominn til ÍBV Bjarni!" segir í tilkynningu ÍBV.

Bjarni Ólafur er 37 ára gamall varnarmaður sem hefur leikið með Val frá 2013. Hann var stór hluti af Íslandsmeistaraliðunum 2017 og 2018. Hann varð einnig Íslandsmeistari með Val 2007, og bikarmeistari 2005, 2015 og 2016. Hann kom við sögu í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð.

Bjarni á að baki 21 A-landsleiki, en hann lék fyrir Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi er hann var í atvinnumennsku, fyrst frá 2005 til 2007 og síðan frá 2010 til 2012.

ÍBV féll úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og leikur í Inkasso-deildinni næsta sumar. Helgi Sigurðsson, fyrrum þjálfari Fylkis, mun þjálfa liðið í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner