Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 16:30
Fótbolti.net
Gary Martin ætlar að spila á Íslandi út ferilinn
Gary í leik með ÍBV í sumar.
Gary í leik með ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski framherjinn Gary Martin reiknar með að spila á Íslandi út ferilinn. Hinn 29 ára gamli Gary kom til ÍBV frá Val í sumar en hann framlengdi samning sinn við Eyjamenn á dögunum.

Í Innkastinu á laugardag var Gary í löngu viðtali og þar greindi hann frá áætlunum sínum um að ljúka ferlinum á Íslandi.

„Ég var nálægt því að hætta að spila á Íslandi eftir að ég fór frá Val en sem betur fer gerði ég það ekki. Það var líklega besta ákvörðun sem ég hef tekið," sagði Gary.

„Ég verð á Íslandi út ferilinn. Þannig sé ég það. Ef ég verð í sama formi og ég er núna þá get ég auðveldlega spilað þar til ég verð 37-38 ára."

Hlusta má á viðtalið við Gary í heild sinni í Innkastinu.

Sjá einnig:
Gary Martin fer á láni til Darlington ef hann verður
enn í ÍBV

Útskýrir betur söguna um kærustuna og Akureyri
„Engin manneskja á skilið að ganga í gegnum þetta"
Gary Martin: Ég vann gullskóinn til að troða sokk uppí ykkur
Innkastið - Gestagangur í hátíðarútgáfu
Athugasemdir
banner
banner
banner