Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. ágúst 2018 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nantes tapaði án Kolbeins - Rúnar Alex þreytir frumraun sína
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikur dagsins í frönsku úrvalsdeildinni er búinn. Nantes tapaði á heimavelli gegn Mónakó.

Staðan var markalaus í hálfleik, en í seinni hálfleiknum datt Mónakó í gang. Rony Lopes skoraði fyrsta markið á 69. mínútu og bættu Falcao og Stefan Jovetic við mörkum áður en Emiliano Sala klóraði í bakkann í uppbótartímanum.

Eins og við sögðum frá fyrr í dag var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í leikmannahóp Nantes, en hvergi er fjallað um að hann hafi verið meiddur og því líklegra að hann hafi einfaldlega ekki bara verið valinn.

Það er spurning hvort þetta þýði að ekki sé pláss fyrir Kolbein í leikmannahópi Nantes á tímabilinu. Félagaskiptaglugginn lokar í Frakklandi um mánaðarmótin. Gæti Kolbeinn skipt um lið áður en glugginn lokar?

Rúnar Alex þreytir frumraun sína
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson samdi við franska úrvalsdeildarfélagið Dijon í sumar. Hann kom frá Nordsjælland í Danmörku þar sem hann var aðalmarkvörður.

Rúnar Alex þreytir frumraun sína í kvöld þegar Dijon sækir Montpellier heim. Hann er í byrjunarliðinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner