Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2019 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Stórt skref afturábak
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er svekktur eftir 2-1 tap Manchester United gegn Wolves í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Solskjær er ekki ánægður með spilamennsku sinna manna og telur þá hafa tekið skref í ranga átt með þessu tapi.

„Þetta var stórt skref afturábak. Við gerðum lítið við boltann þegar við vorum með hann og áttum í erfiðleikum með sendingar. Okkur vantaði gæði í sóknarleikinn," sagði Solskjær að leikslokum.

„Núna erum við búnir að tapa tveimur leikjum. Gegn Arsenal gátum við einfaldlega ekki skorað en leikurinn í kvöld var lélegur, þetta var okkar lélegasta frammistaða.

„Nú er landsleikjahlé framundan og það er mikilvægt að leikmenn komi aftur til baka endurnærðir. Tímabilið er langt frá því að vera búið útaf bikarnum, við erum ennþá í Meistaradeildinni og að berjast um fjórða sætið í úrvalsdeildinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner