"Þetta var fínt kvöld. Við spiluðum vel og stjórnuðum leiknum," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, eftir 3-0 sigur gegn FH í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 FH
Gylfi átti tvær stoðsendingar í leiknum í dag og er óðum að nálgast sitt besta form. "Þetta er þriðji eða fjórði leikurinn sem ég byrja núna á einhverjum þremur árum. Það er gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Það tekur smá tíma að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera að nálgast það."
Þá viðurkennir hann að það hafi verið svolítið skrítið að spila gegn uppeldisfélaginu. "Já. Það er alveg skrítið að spila á móti liði sem ég var í 10 ár hjá þegar ég var ungur. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni."
Hann segist ekki eiga óskamótherja í næstu umferð. "Nei svosem ekki. Í bikarkeppni verðurðu að vinna bestu liðin til að vinna keppnina."