Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. júlí 2019 23:38
Brynjar Ingi Erluson
Neymar: Uppáhalds minningin er 6-1 sigurinn á PSG
Neymar í umræddum leik
Neymar í umræddum leik
Mynd: Getty Images
Það er orðið nokkuð ljóst að brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar vill yfirgefa Paris Saint-Germain og fara til Barcelona. Ef það var ekki ljóst nú þegar þá er enginn vafi lengur eftir viðtal sem hann fór í hjá OH MY GOAL US.

Neymar er óánægður hjá PSG og hefur farið fram á við félagið að hann verði seldur en þrátt fyrir mikinn áhuga Barcelona á að fá hann aftur þá er óvíst hvort félagið eigi fyrir honum.

Barcelona keypti Antoine Griezmann fyrir 120 milljónir evra í gær og þyrfti félagið að selja leikmenn til þess búa til rými fyrir Neymar.

Hann er með nýjar leiðir til að koma sér frá PSG en í viðtali við OH MY GOAL fer hann yfir eftirminnilegustu augnablikin á ferlinum og nefndi hann sama augnablikið tvisvar.

Tímabilið 2016-2017 mættust Barcelona og PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG vann 4-0 í fyrri leiknum sem fór fram í Frakklandi en ótrúlegir hlutir gerðust í þeim síðari. Börsungar komust í 3-0 þar sem Neymar fiskaði vítaspyrnu en svo minnkaði Edinson Cavani muninn.

Börsungar þurftu þrjú mörk til að komast áfram. Á 88. mínútu skoraði Neymar úr magnaðri aukaspyrnu og í uppbótartíma skoraði hann annað úr vítaspyrnu. Tíminn var að renna út er Neymar átti svo fyrirgjöf inn í teiginn á Sergi Roberto sem skoraði og kom Barcelona áfram.

„Tilfnningin þegar við skoruðum sjötta markið gegn PSG, það er tilfinnining sem ég get ekki lýst. Þetta var ótrúlegt," sagði Neymar um sigur Barcelona á PSG.

„Besta stemningin í klefanum? Erfitt að segja en þegar við unnum PSG í Meistaradeildinni þá varð allt vitlaust inn í klefa. Þetta var besta tilfinning lífsins," sagði hann í lokin.





Athugasemdir
banner
banner
banner