Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. maí 2020 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Koeman á spítala vegna hjartavandamála
Ronald Koeman
Ronald Koeman
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, var lagður inn á spítala í Amsterdam í dag vegna hjartavandamála en umboðsmaður hans greinir frá þessu.

Koeman átti magnaðan knattspyrnuferil með liðum á borð við PSV, Ajax, PSV og Barcelona en hann lék í sex ár á Spáni.

Hann hefur þá þjálfað fjölmörg lið um alla Evrópu en hann keypti einmitt Gylfa Þór Sigurðsson til Everton frá Swansea árið 2017 fyrir metfé.

Hann var látinn fara snemma á tímabilinu og tók hann við hollenska landsliðinu ári síðar þar sem hann er enn við stjórnvölin.

Koeman er í stöðugu ástandi á spítala í Amsterdam en Rob Jansen, umboðsmaður hans, staðfesti það við fjölmiðla í dag.
Athugasemdir
banner
banner