Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. júlí 2019 12:13
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu vítaspyrnudóminn umtalaða í Keflavík
Valdimar Pálsson dæmdi vítið.
Valdimar Pálsson dæmdi vítið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar náðu að jafna gegn Keflavík í lok viðureign liðanna í Inkasso-deildinni í gær. Valdimar Pálsson, sem hefur tekið upp flautuna aftur eftir hlé, dæmdi þá umdeilda vítaspyrnu sem Hafnarfjarðarliðið skoraði úr.

„Búinn að horfa margoft á vítadóminn hjá Keflavík TV og tel að ekki sé hægt með nokkru móti að réttlæta það að þetta sé víti," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, sem textalýsti leiknum.

Dæmd var hendi á Adolf Bitegeko en Keflvíkingar mótmæltu þar sem þeir segja að leikmaðurinn hafi verið með hendina í löglegri stöðu þegar boltinn fór í hann.

„Það eru allir brjálaðir inní klefa," sagði Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn en hér að neðan má sjá atvikið í KeflavíkTV en dómurinn kom þegar klukkan var að slá í 89 mínútur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner