Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. ágúst 2019 18:00
Fótbolti.net
„Líður eins og Dele Alli sé sonur minn"
Dele Alli fagnar með Harry Kane.
Dele Alli fagnar með Harry Kane.
Mynd: Getty Images
„Ég er mikill Dele maður. Mér líður eins og hann sé sonur minn. Ég þarf að hugsa um hann," sagði Hjálmar Örn Jóhannsson í ensku upphituninni á Fótbolta.net þegar Dele Alli kom í umræðuna.

Dele Alli hefur verið lykilmaður hjá Tottenham undanfarin ár en hann hefur þroskast undanfarin ár og verið í minna veseni en hann var í byrjun ferilsins í ensku úrvalsdeildinni.

„Þegar það var vesen á hnum þá var hann sturlaður. Þegar hann var með þessa stæla og allt þetta," sagði Hjálmar.

„Það á bara að hleypa honum inn á völlinn og leyfa honum að gera hvað sem er. Þá er hann bestur. Hann átti skilið að fá fimm rauð spjöld á einhverju tímabilinu. Hann var að sparka í menn og þá var hann bestur," sagði Ingimar Helgi Finnsson.

Jóhann Alfreð Kristinsson er einnig ánægður með það þegar Dele Alli og aðrir leikmenn Tottenham láta finna fyrir sér.

„Þetta hefur vantað svolítið í Tottenham liðið. Ég man þegar við spiluðum við Chelsea og það komu þrjú rauð spjöld. Þá var ég glaður með að sjá blóðið loksins renna í mönnum. Menn voru trylltir," sagði Jóhann Alfreð.

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Enska upphitunin - Gluggafjör og uppeldi hjá Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner