Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. september 2018 09:37
Elvar Geir Magnússon
St. Gallen
Verður fyrsta byrjunarlið Erik Hamren svona?
Icelandair
Erik Hamren á æfingu Íslands í gær.
Erik Hamren á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun klukkan 16 að íslenskum tíma mætast Sviss og Ísland í Þjóðadeildinni.

Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru allir meiddir og ekki með hópnum.

Þá eru Hörður Björgvin Magnússon og Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli og eru tæpir fyrir leikinn. Þeir hafa ekki getað æft að fullu með liðinu. Hörður sagði reyndar við fjölmiðla í gær að hann væri klár.

Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Íslands, miðað við æfingu liðsins í Austurríki í gær en æfingin var opin fjölmiðlamönnum.



Erik Hamren stýrir Íslandi í fyrsta sinn. Ef Hörður getur ekki byrjað er ljóst að Ari Freyr Skúlason kemur inn. Miðverðir verða Sverrir Ingi og Ragnar Sigurðsson.

Líklegt er að Gylfi Sigurðsson verði fyrirliði Íslands í leikjunum tveimur í fjarveru Arons. Guðlaugur Victor Pálsson fær líklega langþráð tækifæri ef Emil verður ekki klár.

Björn Bergmann og Jón Daði verða saman í fremstu víglínu ef miðað er út frá æfingu gærdagsins.
Athugasemdir
banner
banner