Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. apríl 2021 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Endurkoma Liverpool skilar þeim upp í fjórða sæti
Liverpool kom til baka.
Liverpool kom til baka.
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('43 )
1-1 Mohamed Salah ('57 )
2-1 Trent Alexander-Arnold ('90 )

Liverpool skellti sér upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með endurkomusigri á Aston Villa á Anfield.

Aston Villa, sem er enn án Jack Grealish, komst yfir gegn gangi leiksins á 43. mínútu þegar Ollie Watkins skoraði eftir sendingu John McGinn. Alisson átti að gera betur í marki Liverpool.

Í blálok hálfleiksins kom Roberto Firmino boltanum í markið og Liverpool fagnaði jöfnunarmarki en það fékk ekki að standa vegna VAR.

Með einhverjum ótrúlegum naumindum náði VAR að teikna Diogo Jota rangstæðan í aðdragandanum og allt logaði í kjölfarið á samfélagsmiðlum.

Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Mohamed Salah fyrir Liverpool þegar hann tók frákast eftir skot Diogo Jota sem Emi Martinez varði. Trezeguet var nálægt því að koma Villa yfir aftur um leið en skot hans fór í stöngina.

Heimamenn fóru sáttir heim því Trent Alexander-Arnold, sem hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. Aftur kom mark eftir vörslu Martinez í marki Villa.

Sanngjarn sigur Liverpool staðreynd og er liðið núna komið upp í fjórða sæti. Baráttan um Meistaradeildarsæti er gríðarlega hörð en Chelsea getur komist upp fyrir Liverpool með sigri á Crystal Palace á eftir. Villa er í níunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner