Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 11. janúar 2019 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Eiður Aron kom mjög á óvart
Icelandair
Hamren og Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Hamren og Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Eiður Aron hreif Hamren.
Eiður Aron hreif Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Ég er ánægður að við skyldum skora undir lokin, við áttum það skilið," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 2-2 jafntefli gegn Svíþjóð í vináttulandsleik sem fram fór í Katar í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Svíþjóð

„Fyrri hálfleikurinn var mjög góður að okkar hálfu, við vörðumst vel og við hefðum átt að skora meira. Svíar voru betri í seinni hálfleik. Frá mínu sjónarhorni virtist seinna mark þeirra var rangstaða, en ég talaði við sænsku leikmennina og þeir sögðu að boltinn hefði komið af okkar leikmanni. Það var óheppni."

„Seinna mark okkar var gott. Ég er nokkuð sáttur með fyrsta leik okkar hérna."

Aðspurður að því hvort einhverjir leikmenn hefðu vakið sérstaka athygli þá nefni Hamren, Eið Aron Sigurbjörnsson, miðvörð Íslandsmeistara Vals.

Eiður var öflugur í vörninni en hann var að spila sinn fyrsta landsleik. Hann fékk skiptingu á 70 mínútu vegna þreytu en Eiður hefur ekki spilað mikið síðan í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.

„Já, Eiður Aron var mjög góður. Þú sérð að hann er að spila á Íslandi, hann var mjög þreyttur, en hann kom mér mjög á óvart. Vörnin var sterk heilt yfir og mörkin voru flott."

Hvernig var að mæta Svíum?
Hamren er auðvitað frá Svíþjóð og hann viðurkennir að það hafi verið sérstakt að mæta sinni heimaþjóð.

„Það var skrítið að heyra þjóðsönginn og vera ekki þarna meginn, en þetta var góð tilfinning."

Næsti leikur Íslands í Katar er gegn Eistlandi á þriðjudag. Það verða breytingar á liðinu fyrir þann leik.

„Við munum auðvitað gera breytingar, leikmennirnir eru ekki klárir í 90 mínútur þegar svona stutt er á milli leikja. Undirbúningstímabilið var að byrja. Við munum sjá til."

„Eistland vann í dag og það verður athyglisverð áskorun," sagði Hamren.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner