Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mið 11. júlí 2018 22:20
Arnar Daði Arnarsson
Eiður Aron: Hefur verið vesen fyrir mig að skora mörk
Eiður Aron í baráttunni fyrr í sumar.
Eiður Aron í baráttunni fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta var geggjað. Það hefur verið vesen fyrir mig að skora mörk, ég hef fengið ágætis færi en það er geggjað að skora og ég á að gera þetta miklu oftar," sagði markaskorarinn, Eiður Aron Sigurbjörnsson miðvörður Vals sem skoraði eina markið í 1-0 sigri á Rosenborg í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Rosenborg

„Þetta var eins og við bjuggumst við. Þeir voru miklu meira með boltann en síðan var bara spurning fyrir okkur að nýta sénsana sem við myndum fá og vera skynsamir á boltann og halda honum. Það gekk alveg eftir plani. Við vorum hrikalega solid varnarlega, alveg frá Tobias og Patrick niður í Anton í markinu. Við erum mjög sáttir," sagði Eiður Aron sem var ánægður með spilamennsku liðsins.

„Þetta var vil ég meina okkar lang besti leikur sérstaklega varnarlega. Þvílík liðsheild og topp frammistaða hjá öllum."

Í fremstu víglínu Rosenborg var Nicklas Bendtner fyrrum leikmaður Arsenal. Segja má að Eiður Aron og varnarmenn Vals hafi unnið baráttuna við Bendtner í leiknum í kvöld en Daninn var lítið að nenna þessum leik.

„Mér fannst það skemmtilegt og helvíti gaman. Þetta er þvílíkur leikmaður og ekki smá hávaxinn. Mikið um slagsmál, eitthvað sem ég elska að vera í. Hann er ekkert mikið í því að stinga sér bakvið vörnina. Hann vonar svolítið að boltinn detti bara fyrir sig og þegar það gerist er alltaf hætta. Það er undir okkur komið að loka almennilega á hann eins og við gerðum í dag."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner